Hlaupasumarið fyrirlestur með Sigurjóni Erni

Það er greinilega mikill áhugi fyrir komandi hlaupasumri en fullt var út að dyrum á fyrirlestri sem Sigurjón Ernir hélt um hlaupasumarið í samstarfi við ÍBR og Sportvörur.

Sigurjón er einn af fremstu hlaupurum Íslands og átti frábært hlaupasumar síðasta sumar.

Sigurjón fór yfir það helsta sem skiptir máli á þessum tímapunkti fyrir hlaupara. Æfinga- og styrktarplön fyrir hlaupin, æfingu á búnaði og næringu svo eitthvað sé nefnt.

Einnig deildi hann mistökum sem hann hefur gert á sínum æfingatímabilum og svaraði spurningum áhugasamra hlaupara.

Vörur sem Sigurjón mælir með fyrir hlaupasumarið 2024

Seinni fyrirlestur Sigurjóns um sumarhlaupin verður 23.júní kl: 20 en þá fer hann yfir Laugavegshlaupið, útfærslu á hlaupaleiðinni, næringu í hlaupinu og svarar spurningum hlaupara um Laugavegshlaupið.

Fyrir þá sem ekki gátu mætt á fundinn er hægt að hlusta á fyrirlesturinn hér.

Fyrirlesturinn er einnig á táknmáli.

Hlekkur á alla viðburði ÍBR má finna hér að neðan