Á lager
RJR Sled Arrow (sleði/prowler)
38.990 kr.
Þessi kraftmikli æfingasleði er hannaður til að efla styrk, sprengikraft og úthald. Hann er smíðaður úr sterku stáli og býður upp á fjölbreytta möguleika í æfingum, hvort sem er til að ýta eða draga. Belti og beisli fylgja með.
Sleðinn er með tveimur stöngum til að halda í og einni fyrir þyngd en venjulegar lóðaplötur passa á stöngina þar sem hún er í sömu breidd og „hefðbundnar“ lóðastangir. Sleðinn hentar vel á gervigrasi, gúmmíflötum og öðrum æfingayfirborðum.
- Sterk smíði úr málmi þolir mikla þyngd og álag
- Stöðugar stangir, tvær til að ýta og ein til að hlaða lóðum á.
- Lykkjur til að festa reipi eða belti fyrir dráttæfingar. Beisli fylgja með
- Hentar fyrir meðal annars gras og gúmmínmottur
Með því að þrengja framendann í þessa lögun helst sleðinn á beinni braut og hreyfist með meiri nákvæmni, sem skiptir máli í hraða- og kraftæfingum. Mjór framendi dreifir líka þyngdinni betur aftur á sleðann og þegar hann er dreginn eða honum ýtt næst betri stjórn og viðbragð með minni mótstöðu.
Vörunúmer:
NPF700113
Flokkar: Æfingatæki & búnaður, Hraði, Önnur æfingatæki, Styrkur
| Þyngd | 22,5 kg |
|---|
| Þyngd | 22,5 kg |
|---|




