On Classics Cloudventure Peak Utanvegaskór, Kvenna

18.893 kr.

Bæta á óskalista
Bæta á óskalista

On hlaupaskór urðu til í Svissnesku Ölpunum árið 2010. Markið var sett hátt. Að bylta upplifun hlauparans. Allir On skór byggja á þeirri hugmynd að lendingin sé mjúk og henni fylgt eftir með kraftmikilli fjöðrun. Tæknin sem On notar til að ná fram þessum áhrifum hefur fengið einkaleyfi um allan heim og kallast CloudTec®. CloudTec® tæknin á skósólanum virka eins og ský. Dempunin er ekki bara lóðrétt heldur líka áfram og lárétt. Frá því að On kom á markað hefur vörumerkið vaxið meira en nokkurt annað hlaupavörumerki í heiminum. Yfir 5 milljónir hlaupara í rúmlega 50 löndum hafa tekið ástfóstri við skóna.

 

Fyrir utan CloudTec® tæknina hafa On skór aðra sérstöðu sem kallast Speedboard™ sem er vökvafyllt jafnvægisbretti undir innleggi skósins. Verkfræðingar On þróuðu Speedboard™ til að nýta orkuna sem myndast við hreyfingu hlauparans til fullnustu. Þeir vildu finna upp tækni sem lágmarkaði tap á hreyfiorku milli skrefa. Eitthvað sem myndi breyta orkunni í hreyfingu fram á við.

 

Speedboard™ og CloudTec® vinna saman að því að hámarka afköst og þægindi við hlaupin. Í hvert sinn sem fóturinn lendir á jörðinni þrýstast efnin í CloudTec® laginu saman og Speedboard™ brettið sveigist og fyllist orku líkt og þegar bogi er spenntur. Þegar sveigjan minnkar losnar orkan úr brettinu og hlauparinn fær aukinn kraft. Speedboard™ virkar eins og jafnvægisbretti sem hjálpar þér að stilla þig betur af í hlaupunum svo þú lendir rétt og eru allir On hlaupaskór hlutlausir (e. neutral) sem gerir það að verkum að ekki er eins mikil þörf á innan- og utanfótarstuðning í skónum.

Vörunúmer: on3499w Flokkar: ,

Þetta er keppnisskórinn fyrir kröfuharða utanvegahlaupara.

 

Snið:

 

Cloudventure Peak er léttur, hraður og stöðugur skór með góðan stuðning og frábæra dempun.

Skórinn hentar hlaupurum sem vilja hlaupa hratt í fjöllum jafnt sem utanvega.

 

 

Nánari upplýsingar:

 

– Þyngd: 210g

– Drop frá hæl að tá: 4 mm

 

 

Litur

Black/Rock, White/Black

Stærð

36,5, 37, 37,5

Vörumerki