BLIZ Vision Photochromic

26.990 kr.

Bæta á óskalista
Bæta á óskalista

Bliz íþróttasólgleraugun henta íþróttafólki fyrir margs konar sport, hvort sem það er fyrir hjólreiðarnar, hlaupin, vetraríþróttina eða annað. Nánast sérsniðin fyrir þitt andlit með þjálli umgjörð með stillanlegum endum á spöngum og stillanlegri nefklemmu. Þannig getur þú verið viss um að gleraugun sitja þétt á þér þegar þú þarft á þinni einbeitingu að halda. Sterkbyggð sólgleraugun eru gerð úr Grilamid TR90 efni sem skilar sér í léttri og þjálli umgjörð. Framúrskarandi tækni, fislétt og með Jawbone tækni, sem þýðir að neðri umgjörðin er fjarlægjanleg og þú getur annaðhvort skipt henni úr fyrir aðra umgjörð eða sleppt henni alveg. Ef þú vilt auka við sjónsviðið í morgunhlaupinu er gott að sleppa neðri umgjörðinni en fínt er að smella henni á áður en þú skellir þér á hjólið, fyrir aukna vörn og meiri stöðugleika. Umgjörðin er þjál með stillanlegum endum og nefstykki fyrir aukin þægindi og festu, auðvelt er að stilla eftir þörfum hverju sinni svo endar spanganna sitji þétt að. Sívöl linsan er í hæsta gæðaflokki og gefur framúrskarandi skýrleika auk þess sem hún hámarkar sjónsviðið til muna. Loftgöt á milli efri umgjarðar og linsu lágmarka móðumyndun á gleri.

Vörunúmer: gg52101-p Flokkur:

Nano Optics™ Photochromic linsa er litaskiptandi gler með vörn gegn móðusöfnun. Linsan verður sjálfkrafa dekkri eða ljósari eftir styrkleika sólargeislanna í umhverfinu (UV geislum), færir þér sem sagt þá vörn sem þú þarft hverju sinni út frá birtustigi umhverfisins. Linsan hefur birtustuðla á bilinu 2 til 4. Það þýðir að þú færð aukna vörn gegn sólargeislum, þegar þess þarf, þegar sólin er sem hæst (stuðull 4). Þessi íþróttagleraugu eru frábær valkostur fyrir bæði byrjendur sem lengra komna.

 • Birtustuðull (CAT): 1-3
 • Ljóshleypni (VLT): 50-14%
 • Matt black/grey
 • Linsa: NanoOptics™/ Photochromic Brown w Blue Multi
 • Stærð: M/L
 • 100% vörn gegn útfjólubláum geislum
 • Sterkbyggð linsa
 • Einstaklega höggvarin linsa
 • Þjál umgjörð
 • Sveigjanleg nefklemma
 • Stamt efni á endum spanganna fyrir aukið grip og þægindi
 • Innifalið: askja til að geyma gleraugun, auka neðri umgjörð og nefklemma og klútur til að þrífa gleraugun
 • ATH: Ef þú notar gleraugu með styrkingu að staðaldri þá er hægt að fá sérstaka umgjörð fyrir Vision gleraugun, fyrir sjónglerið
Þyngd 0,3 kg
Litur

Photocromic Matt Black

Stærð

M/L

TENGDAR VÖRUR