Assault AirRunner er kúpt og sjálfknúið sem gerir það að verkum að það er u.þ.b. 30% meira krefjandi að hlaupa á því samanborið við önnur hefðbundin hlaupabretti. Samt sem áður er mun minna álag á hné, liði og önnur álagssvæði..
Brettið er mikið notað í svokallaðri HIIT þjálfun (e. High Intensity Interval Training) sem flokkast sem þolþjálfun, mjög mikil ákefð í stuttan tíma og virk hvíld inn á milli (mjög lítil ákefð) eða algjör hvíld.
Hentar afar vel í stutta jafnt sem langa spretti (lotuþjálfun) sem og vinnu í stuttan tíma þar sem þú þarft ekki að stilla hraðann.
Þarf lítið pláss og mjög auðvelt að færa á milli staða með handfangi og hjólum sem eru undir brettinu.
Stærðarhlutföll:
– Lengd: 177,5 cm
– Breidd: 83,30 cm
– Hæð: 162,6 cm
– Þyngd: 127 kg.