Frábær árangur í Bakgarðshlaupinu um helgina!
Við hjá Sportvörum erum að rifna úr stolti yfir glæsilegum árangri okkar fólks í Bakgarðshlaupinu um helgina! Það var stórkostlegt að sjá þau leggja metnað og kraft í þetta skemmtilega hlaup sem er virkilega krefjandi bæði líkamlega og andlega. Mari Järsk endaði í 2. sæti í hlaupinu með 42 hringi eða 281,4 km og auk þess rauf lagerstjórinn okkar; Birkir Grétar Halldórsson 100 kílómetra múrinn og fór 100,5 km í 15 hringjum.
Árangur sem er sannarlega innblástur fyrir alla í teyminu og við hlökkum til næstu áskorana saman.