Tími heimahreyfingar er að hefjast
Myrkrið lengist, kuldinn bítur en markmiðin bíða ekki. Haustið og veturinn eru fullkominn tími til að koma sér í góða rútínu heima eða halda forminu sem þú náðir í sumar. Hvort sem þú ert byrjandi eða lengra kominn er heimahreyfing frábær leið til að halda virkni og heilsu. Æfingatæki gera hreyfingu aðgengilega, þægilega og árangursríka.
Vinsæl tæki í vetur
Hlaupabrettið er klassískt val fyrir þau sem vilja halda reglulegri hreyfingu án þess að stíga alltaf út í myrkrið og kuldann. Með stillanlegum hraða og halla getur þú lagað æfinguna að þínum þörfum, jafnvel fengið nákvæma sprettæfingu. Brettin gera verið hreyfingin eða komið til móts við útihreyfingu þegar veðrið (eða lífið) býður ekki upp á útiveru.
Göngubretti eru frábær kostur fyrir þau sem vilja hreyfa sig á mildari hraða, t.d. á meðan unnið er heima eða horft á sjónvarp. Þau henta vel fyrir eldri notendur og þau sem eru stíga sín fyrstu skref.
Ketilbjöllur og handlóð eru ómissandi í styrktaræfingar heima. Þau taka lítið pláss en skila miklum árangri hvort sem þú ert að vinna með grunnstyrk, úthald eða sprengikraft. Ef plássið er enn minna má jafnvel ná frábærum árangri með æfingateygjum einum saman. Þá er hvorki veður né rými afsökun.
Hreyfing sem passar inn í daginn
Heimaæfing býður upp á sveigjanleika, þú ræður hvenær og hvernig þú hreyfir þig. Hvort sem það er snemma á morgnana, í hádeginu eða eftir vinnu, þá bíða tækin þín tilbúin, jafnvel þegar allir eru farnir að sofa. Með réttum búnaði getur þú skapað þína eigin rækt heima án biðraða og án afsakana.
Fyrir byrjendur og lengra komna
Sportvörur bjóða upp á fjölbreytt úrval æfingatækja sem henta öllum frá þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í heimahreyfingu, til þeirra sem vilja viðhalda þjálfun á háu stigi. Með vönduðum vörum og góðum leiðbeiningum er auðveldara að koma sér af stað og halda sér við efnið.
Markmiðin bíða ekki eftir rétta veðrinu, þau byrja heima.
Kíktu á úrvalið í verslun okkar, prófaði tækin og finndu það sem hentar þér í vetur.