Sjá viðburð á facebook fyrir upplýsingar. Viltu vinna heilt hlaupabretti?
Viltu lesa fréttina um Sportvörur og Krafthelgina á mbl.is?
Krafthelgi 2026 fer fram í verslun okkar við Dalveg 32a laugardag 3. og sunnudag 4. janúar kl 11-17.
Fyrsta helgi ársins verður öllu ólík hefðbundinni janúarhelgi hjá Sportvörum þegar verslunin breytist í sannkallaðan sýningarsal fyrir þrek- og styrktartæki. Dagana 3. og 4. janúar efna Sportvörur til Krafthelgar 2026 þar sem öll helstu tæki verslunarinnar verða uppsett, kynnt og í boði á sérkjörum.
„Við höfum einfaldlega aldrei haft tök á að sýna allt úrvalið okkar svona allt í einu,“ segir Daníel Snær Eyþórsson, sölustjóri hjá Sportvörum. „Plássið í búðinni er takmarkað dags daglega þannig að við höfum oft þurft að segja fólki frá því sem er til frekar en að sýna það. Núna breytum við allri búðinni fyrir þessa helgi.“
Krafthelgin er ekki hefðbundin útsala eða lagersala heldur kynningarviðburður þar sem áherslan er á upplifun, ráðgjöf og gæði. Öll helstu þrek- og styrktartæki verða samsett og tilbúin til notkunar, allt frá hlaupabrettum og hjólum yfir í lyftingarekka og annan kraftbúnað. Hjá Sportvörum má finna vörur fyrir allt frá hlaupum yfir í útivist og lyftingabúnað, í raun allt sem þarf fyrir fjölbreytta hreyfingu að sögn Daníels.
„Við viljum að fólk geti komið, prófað tækin og fundið hvað hentar þeirra markmiðum. Hvort sem það er einn gripur í stofuna eða heil heimarækt í bílskúrnum.“
Tækin eru hjálpartæki ekki neyðarráðstöfun vegna veðurs
Á undanförnum árum hefur áhugi á heimaþjálfun aukist verulega, ekki síst vegna íslenskra aðstæðna. „Við höfum í raun bara tvo til þrjá mánuði á ári þar sem aðstæður eru alltaf öruggar úti,“ segir Daníel.
„Hálka, myrkur og veður setja strik í reikninginn, sérstaklega fyrir hlaupara. Hlaupabrettin eru því langvinsælasta þrektækið okkar og eru um 80–85% af allri sölu í þeim flokki. Það er einfaldlega tæki sem gerir fólki kleift að æfa reglulega, stjórna álagi og halda sér gangandi allt árið. Það er líka mikið um að fólk fái sér lyftingarekka og þeir eru sífellt að verða vinsælli, sem og hnébeygjurekkarnir okkar.“
Að mati Daníels snýst Krafthelgin ekki bara um tæki heldur hugarfar. „Þetta eru hjálpartæki, ekki neyðarráðstöfun vegna veðurs. Ef ég tek hlaupabrettin sem dæmi þá gera þau okkur kleift að stjórna hraða og álagi. Ég nota bretti til dæmis tvisvar til þrisvar sinnum í viku, á móti því að fara út að hlaupa. Rétt tæki geta gert hreyfingu að sjálfsögðum hluta af lífinu og hjálpað fólki að halda heilsu til lengri tíma.“
Fjárfesting í betri lífsgæðum
Sportvörur hafa síðustu tvö ár lagt mikla vinnu í að endurnýja búnað og auka úrval og meðal þess sem verður kynnt um Krafthelgina er möguleikinn á að tengja hlaupabretti og hjól við Zwift – stafrænt æfingaforrit sem gerir notendum kleift að hlaupa eða hjóla í sýndarheimum víðs vegar um heiminn.
„Við verðum með skjávarpa á vegg og bjóðum fólki að prófa að hlaupa eða hjóla í Zwift á klukkutíma fresti. Þetta er bæði skemmtilegt og mjög hvetjandi,“ segir Daníel sem sjálfur er mikill hlaupari og hefur til að mynda keppt í hlaupum.
„Það er fátt skemmtilegra sem ég geri en að hlaupa og eins að selja fólki hlaupabretti. Ég hef miklar skoðanir á þeim sjálfur enda hef ég prófað þau öll. Ástríða mín liggur í hlaupum og öllu þeim tengdu.“
Sérfræðiráðgjöf á staðnum
Það verður mikið aðgengi að sérfræðiþekkingu á Krafthelginni hjá Sportvörum en sérfræðikunnátta er einn af helstu kostum þess að versla hjá Sportvörum. „Við verðum með allt okkar starfsfólk á staðnum auk íþróttafólks sem vinnur með okkur og hefur djúpa þekkingu á ólíkum greinum,“ segir Daníel.
„Hér verða því meðal annars hlauparar með sérþekkingu á hlaupabrettum og kraftlyftingafólk með bakgrunn í íþróttafræði. Þetta er ástríðan okkar. Við viljum að fólk fái raunverulega góða ráðgjöf, ekki bara sölutal.“
Þótt áherslan sé oft á heimarækt eru Sportvörur einnig stór aðili í þjónustu við líkamsræktarstöðvar. „Þetta er ekki allt fyrir heimili, við vinnum mikið með stöðvum og fagfólki,“ segir Daníel og bætir við að Sportvörur leggi líka metnað sinn í einstaklega góða þjónustu við landsbyggðina.
„Við sendum öll tæki frítt um land allt, jafnvel þótt þetta séu stór og þung tæki. Það er ekki sjálfgefið í þessum flokki og við viljum að okkar viðskiptavinir hafi jafnt aðgengi, sama hvar þeir búa.“






