Assault Air Bike Classic


Vörunúmer LCFASS

Það eru margir sem kannast við það að bæði elska og hata þetta hjól, því það er bæði skemmtilegt og erfitt að æfa á því.

 


127.900 kr.
Magn
-
+
Uppselt

Hægt er að vinna á hjólinu með lítilli og mikilli ákefð og það er lyginni líkast hvað það getur verið erfitt þegar maður virikilega tekur á því. 

 

Hjólið er mikið notað í svokallaðri HIIT þjálfun (e. High Intensity Interval Training) sem flokkast undir þolþjálfun sem þýðir að æft er á mjög mikilli ákefð í stuttan tíma og inn á milli kemur virk hvíld (mjög lág ákefð) eða algjör hvíld. Helsti ávinningur HIIT þjálfunar er að púlsinn fer hratt upp á stuttum tíma (meiri brennsla) og þú getur tekið stuttar æfingar og fengið mikið út úr þeim. HIIT þjálfun varir vanalega í um 10 til 30 mínútur, en það fer líka eftir hentugleika þess sem æfir.

 

Mikið notað til að vinna með mismunandi orkukerfi (loftháð og loftfirrt)

 

Einn helsti kostur við hjólið er hversu lítið álag það setur á liði þó að ákefðin sé mikil. 

 

Stærðarhlutföll:

 

- Lengd: 129,41 cm.

- Breidd: 59,28 cm.

- Hæð: 127 cm.

- Þyngd: 43,38 kg.

- Hámarksþyngd notanda: 136 kg.

 

 

Tengdar vörur