🚫VERSLUN LOKAR – ☑️NETVERSLUN OPIN

 

Kæru viðskiptavinir!

 

Í ljósi nýjustu fyrirmæla sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra vegna Covid-19 faraldursins höfum við tekið þá ákvörðun að loka verslun okkar að Dalvegi 32a um óákveðinn tíma. Við teljum að við getum ekki tryggt öryggi viðskiptavina okkar og starfsfólks á annan hátt eins og staðan er í dag. Lokunin tekur strax gildi.

 

Við bendum á að netverslunin verður áfram opin allan sólarhringinn og þar má finna allar okkar vörur. Við komum til með að auka kraftinn í útkeyrslum. Jafnframt verður öllum skilaboðum svarað og símtölum eins og kostur er. Farsælast er þó að senda okkur tölvupóst á sala@sportvorur.is. 

 

VIð vonum að þið hafið skilning á þessum aðgerðum okkar en álagið hefur verið mikið að undanförnu og við þurfum fyrst og fremst að hugsa um öryggi viðskiptavina okkar og starfsfólks í ljósi nýjustu tilmæla.

 

Við bendum líka á að við erum sífellt að bæta við vörum á lager þannig að endilega skráið netfang ykkar við þær vörur sem þið hafið áhuga á í netverslun og þið fáið tölvupóst um leið og hún er aftur fáanleg.

 

VIÐ ERUM ÖLL ALMANNAVARNIR!

 


 

Um okkur

 

Við höfum ástríðu fyrir íþróttum og leggjum metnað okkar í að veita framúrskarandi þjónustu og bjóðum upp á gæða vörur frá þekktum vörumerkjum sem hjálpa íþróttafólki að ná markmiðum sínum. Við sérhæfum okkur í minni og stærri æfingatækjum, lyftingavörum, bardagavörum og hlaupavörum ásamt því að bjóða upp á hágæða fæðubótarefni, íþróttafatnað og skó fyrir alhliða líkamsrækt.

 

Sportvörur er dreifingaraðili á Íslandi fyrir eftirtalin vörumerki: 2XU, On, Concept2, Assault Fitness, Rehband, Foodspring, SKLZ, Triggerpoint, Harbinger, Gymstick, RPM, JumpnRope, TRATAC.

 


 

Sportvörur er stoltur stuðningsaðili fjölda íþróttamanna á Íslandi.

 

Allar fyrirspurnir um vörur okkar, tilboðs í vörur, afhendingar og greiðslufyrirkomulag má senda á netfangið sala@sportvorur.is eða í síma 544 4140 milli kl 10-17 alla virka daga. 

 


 

RJR ehf

Dalvegi 32a

201 Kópavogur

Sími: 544 4140

 

Kennitala: 520269-2909 

Banki: Arion Banki

Bankareikningur: 0322-26-2201

Vsk númer: 38371

 

Starfsfólk

 

Eyþór Ragnarsson

framkvæmdastjóri | eythor@rjr.is

 

Árni Friðberg Helgason

markaðsstjóri | arni@sportvorur.is

 

Sigurjón Ernir Sturluson

markaðs- og kynningarfulltrúi | sigurjonernir@sportvorur.is

 

Stefán Logi Magnússon

verslunarstjóri | stefanlogi@sportvorur.is 

 

 

Sigríður Gunnarsdóttir

skrifstofa | sigridur@sportvorur.is

 

Ragnar Eyþórsson

vörustjóri | hlutastarfsmaður | ragnar@sportvorur.is

 

Magnús Ingi Einarsson

verslun

 

Marín Laufey Davíðsdóttir

hlutastarfsmaður

 

Laufey Njálsdóttir

hlutastarfsmaður

 

Sigrún Ólafsdóttir 

bókari | bokari@rjr.is