Hlaupa- eða göngubretti?

Göngubretti? RJR göngubrettið sem beðið hefur verið eftir er nú komið!

Þetta göngubretti er fullkomið fyrir heimanotkun, það er auðvlet að setja upp og færa til.

Brettið vegur aðeins 22,5 kg og það er með hjól að framan sem gerir það einstaklega létt og þægilegt að færa til. Á brettinu er stuðningshandrið sem auðvelt er að reisa upp eða leggja niður og hægt er að nota brettið bæði með handfangið uppi og niðri. Þegar það liggur niðri er það tilvalið undir skrifborðið á heimaskrifstofunni!

Göngubrettinu er stýrt með fjarstýringu sem er með bandi, hana má setja utan um hálsinn, hendina eða geyma á handriðinu. Það er útbúið með DC mótor sem hefur 1,5 hestafla, og hámarkshraði þess er 6 km/klst.

Ertu að spá í hlaupabretti?

Að eiga hlaupabretti þýðir að þú getur æft hvenær sem er, óháð veðri eða tíma dags. Taktu stuttan sprett meðan börnin sofa eða meðan þú horfir á uppáhalds þáttinn þinn. Að eignast hlaupabretti er fjárfesting í heilsu og vellíðan. Hvort sem markmiðið er að bæta þol, stjórna líkamsþyngd eða einfaldlega hreyfa sig meira í daglegu lífi þá getur hlaupabretti verið frábær lausn.

Með hlaupabretti geturðu fylgst með hraða, vegalengd og brenndum hitaeiningum, sem getur verið mikil hvatning til að halda áfram og bæta árangur. Flest hlaupabrettin okkar bjóða upp á bæði stillanlega hraða og halla, sem gerir þér kleift að sérsníða æfingar að þínum þörfum. Hvort sem þú vilt léttan göngutúr eða krefjandi hlaup.