Bylting í styrktarþjálfun

💪Concept2 StrengthErg komin á markað

Concept2, sem þekkt eru fyrir hágæða æfingatæki eins og RowErg, BikeErg og SkiErg, hafa kynnt til sögunnar nýjustu viðbót í fjölskyldu hágæða æfingatækja: StrengthErg!

Hannað til að veita örugga og fjölbreytta styrktarþjálfun án hefðbundinna. Það notar loftmótstöðu til að aðlaga álag að styrk notanda. Í hefðbundinni lóðaþjálfun ákvarðast þyngdin sem þú getur lyft af veikasta punkti hreyfingarinnar sem þýðir að sterkari hlutar lyftunnar fá ekki nægilegt álag. StrengthErg bregst hins vegar sjálfkrafa við krafti notandans og stillir mótstöðuna í rauntíma. Þú getur beitt meiri krafti og því eykst mótstaðan sem tryggir að vöðvarnir fá hámarksörvun í hverri endurtekningu.



Þrjár æfingastöður – óteljandi möguleikar

StrengthErg tækið býður upp á þrjár grunnhreyfingar; fótapressu, bekkpressu og róðrarhreyfingu. Hver hreyfing virkjar mismunandi vöðvahópa og hægt er að stilla mótstöðuna með einföldum hætti. Þetta gerir notendum kleift að velja á milli hámarksstyrks eða úthaldsæfinga.



Tæknivædd æfingaupplifun

StrengthErg tengist PM5 skjá og/eða snjalltæki með ErgData appinu sem skráir frammistöðu, greinir kraft, spennutíma og lengd hreyfinga í rauntíma. Fullkomið og nákvæmt fyrir þau sem vilja fylgjast með framförum og setja sér markmið.



Hentar öllum, frá byrjendum til íþróttafólks

Tækið er öruggt og auðvelt í notkun. Engin hætta er á að „festast undir stönginni“, sem gerir það að frábæru vali fyrir eldri borgara, endurhæfingu, byrjendur og þau sem vilja æfa oftar. Það veitir hámarksstyrk án þess að fórna öryggi eða þægindum.



Öryggi og aðgengi í fyrirrúmi

StrengthErg lágmarkar hættu á meiðslum. Mótstaðan aðlagast krafti notandans og gerir æfinguna örugga fyrir alla óháð aldri, reynslu eða styrk. Í hefðbundinni þjálfun þarf oft aðstoðarmann til að tryggja öryggi, sérstaklega þegar þyngri lyftur mistakast. Með StrengthErg er slíkt ekki nauðsynlegt.



Tækið hentar bæði heima og í æfingastöðvar.

Komdu og prófaðu StrengthErg í verslun okkar við Dalveg 32a.