Opið: Virka daga: 11-18 –  laugardaga: 11-16

Dalvegur 32A 544-4140

Opið: Virka daga: 11-18 –  laugardaga: 11-16

Dalvegur 32A 544-4140

2XU Compression buxur

Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af compression buxum frá 2XU en hver er helsti munurinn á þessum buxum þegar kemur að compression og hvernig er best að velja rétta stærð.

Hvernig á að velja stærð?

Compression buxur máttast minni og getur oft verið erfitt að komast í þær fyrst til að byrja með. Þetta er vegna þess að mesta compression-ið í buxunum er neðst og því telur fólk buxurnar vera of litlar þegar þær máta þær fyrst vegna þess hve þröngar þær eru neðst á fætinum en það er oftast raunin að það þarf að toga upp buxurnar sérstaklega í kringum ökklann og neðst á fætinum til þess að þær mátist rétt. Fólk sem telur sig hafa keypt vitlausa stærð vegna þess hve þröngar þær eru neðst og skipta yfir í stærri þá oft dregur þessi stærðaraukning úr virkni sem compression-ið í buxunum bíður upp á.

Stærðin sem þú velur byggist á hæð þinni og þyngd en ekki mælingum eins og á hefðbundnum æfingafatnaði. Inn í hverri vöru má finna stærðartöflu en ef þú ert mitt á milli stærð þá mælum við með að taka stærri stærðina. 

Hvað gerir compression fyrir mig?

Rannsóknir hafa sannað að compression getur minnkað líkurnar á meiðslum, ásamt því að auka afköst og endurheimt.

Compression buxurnar frá 2XU eru gerðar úr sterku, hágæða garni sem hjálpar að halda vöðvunum í stað.

Buxurnar eru fáanlegar í mismunandi þéttleika sem eykur blóðflæðið og gengur því skrefinu lengra en hefðbundnar æfingabuxur.

 

Hvaða compression stig hentar best fyrir mig?

Við bjóðum upp á 4 mismunandi stig af compression á buxunum okkar en þessi stig eru: 

Milt (Mild): hentar best fyrir almennar æfingar og hreyfingu (15-20mmHg).

Miðlungs (Moderate): hentar best fyrir hlaup og æfingar (20-23 mmHg).

Extra Stíf (Extra Firm): hentar best fyrir endurheimt (25-28 mmHg).

Karfan þín
Sláðu inn vöru sem þú leitar að
Vörur
Óskalisti
0 items Karfa
Mínar síður