Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af þrýstibuxum (compression) frá 2XU. Margir spyrja sig hvað þessar buxur gera umfram hefðbundnar íþróttabuxur og hvernig sé best að velja rétta stærð.
Hvernig á að velja stærð?
Þrýstibuxurnar frá 2XU eru þröngar og oft getur fólki reynst erfitt að klæða sig í þær fyrst um sinn, aðallega við ökklann. Það er ekki endilega ástæða til að fara upp um stærð, prófaðu fyrst að toga buxurnar aðeins til á því svæði og sjáðu hvort þær sitji ekki betur. Því stærri sem buxurnar eru á þér, því ólíklegra er að aðhaldið virki eins og það á að gera.
Stærðin sem þú velur byggist á hæð þinni og þyngd. Við hverja vöru getur þú fundið stærðartöflu sem leiðbeinir þér en ef þú ert á milli stærða þá mælum við með að taka þá minni.
Hvað gera þrýstibuxur (compression) fyrir mig?
Rannsóknir hafa sýnt fram á að þrýstiefni geti minnkað líkurnar á meiðslum, ásamt því að auka afköst og endurheimt.
Þrýstibuxurnar frá 2XU eru gerðar úr sterku, hágæða þrýstiefni sem eykur blóðflæði til þeirra vöðva sem skipta máli og halda öllu á sínum stað. Buxurnar munu þar af leiðandi taka þig skrefinu lengra en hinar hefðbundnu æfingabuxur.
Hversu hár þrýstingur hentar best fyrir mig?
Við bjóðum upp á þrjú mismunandi stig af þrýstibuxunum okkar sem hér eru upptalin: